Hörður á Ísafirði heldur áfram að mjaka sér ofar í Grill 66-deild karla í handknattleik. Liðið er nú komið með 11 stig að loknum sextán leikjum eftir sjö marka sigur á ungmennaliði Selfoss, 40:33 í íþróttahúsinu á Torfnesi í kvöld. Eins og vant er í leikjum Harðar var mikið skorað, sóknarleikurinn í hávegum hafður. Heimamenn voru marki yfir í hálfleik, 18:17.
Harðarmenn tóku síðan leikinn föstu tökum í síðari hálfleik og skoruðu 22 mörk. Endijs Kusners fór á kostum og skoraði 10 mörk að þessu sinni fyrir Harðarliðið sem er nýliði í Grill 66-deildinni. Raivis Gorbunovs, markahæsti leikmaður Harðar á leiktíðinni, skoraði ekki mark sem er harla óvenjulegt.
Mörk Harðar: Endijs Kusners 10, Guntis Pilpuks 8, Óli Björn Vilhjálmsson 7, Þráinn Ágúst Arnaldsson 4, Ásgeir Óli Kristjánsso 3, Jón Ómar Gíslason 3, Daníel Wale Adeleye 2, Aleksa Stefanovic 1, Sigurður Óli Rúnarsson 1, Sudario Carneiro 1.
Mörk Selfoss U.: Arnór Logi Hákonarson 6, Andri Dagur Óeigsson 6, Arnar Freyr Steinarsson 4, Einar Ágúst Ingvarsson 4, Grímur Bjarndal Einarsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3.
Ítarlega er fjallað um leikinn á Facebooksíðu Harðar sem sjá má hér fyrir neðan.
Staðan í Grill 66-deild karla.