- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin – Aron er leikjahæstur, sjö tilraunir án árangurs hjá Hansen, sigursælir þjálfarar

Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona fagna sigri í Meistaradeild Evrópu vorið 2021. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Aron Pálmarsson er sá handknattleiksmaður sögunnar sem leikið hefur flesta leiki í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, alls 19. Spánverjinn Raúl Entrerrios er næstur með 16 leiki ásamt Momir Ilic, Viran Morros, Gonzalo Péres de Vargas og Cédric Sorhaindo. Af þessum hóp er de Vargas ennþá með.
  • Aron hefur ennfremur tvisvar verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar, 2014 sem leikmaður Kiel og 2016 eftir að hann var kominn í raðir Telekom VeszprémGísli Þorgeir Kristjánsson varð annar Íslendingurinn til að verða fyrir valinu á síðasta ári.
  • Að þessu sinni fer úrslitahelgi Meistaradeildar karla fram í 15. sinn. Alltaf hefur verið leikið í Lanxess Arena í Köln. Barcelona hefur oftast verið með eða í 12 skipti. Talsvert er síðan að síðustu aðgöngumiðarnir seldust. Alls seldust 19.250 aðgöngumiðar á hvorn keppnisdag.
  • Tveir leikmenn  Barcelona, Aitor Ariño og Gonzalo Pérez de Vargas geta unnið Meistaradeildina í fimmta sinn með liðinu sem er einstakur árangur ef af verður. 
  • Aalborg vann Veszprém í báðum leikjum átta liða úrslita og er annað tveggja liða í undanúrslitum sem tókst það. Tvö liðanna, Magdeburg og Kiel, liðin unnu annan leikinn í átta liða úrslitum og töpuðu hinum. Magdeburg sem vann Indrustria Kielce eftir vítakeppni í síðari leiknum í Magdeburg. Ómar Ingi Magnússon skoraði sigurmark Magdeburg í vítakeppni. 
  • Kiel vann Montpellier með eins marks mun en liðin unnu með miklum mun á heimavöllum sínum.
  • Barcelona lagði PSG á sannfærandi hátt í átta liða úrslitum í tveimur leikjum. 
Undanúrslitaleikir laugardaginn 8. júní:
SC Magdeburg - Aalborg Håndbold, kl. 13.
Barcelona - THW Kiel kl. 16.
Hægt verður að horfa á báða leiki án endurgjalds á EHFtv.com. Úrslitaleikirnir á morgun, sunndag, fara fram á sama tíma og verða einnig aðgengilegir á EHFtv.com.
  • Barca er eina liðið sem unnið hefur tvö ár í röð 2021 og 2022 eftir að keppnin var færð í núverandi horf með úrslitahelgi 2010.  Magdeburg getur nú endurtekið leikinn. 
  • Magdeburg og Aalborg taka nú þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í annað sinni frá 2010. Magdeburg var fyrst með í fyrra en Aalborg náði fyrst svona langt 2021 og lék þá til úrslita við Barcelona. Arnór Atlason var aðstoðarþjálfari Aalborg á þeim tíma.
  • Barcelona er með í 12. sinn í úrslitahelginni en THW Kiel tekur þátt í níunda sinn.
  • Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, Carlos Ortega þjálfari Barcelona og Filip Jicha þjálfari THW Kiel hafa unnið meistaradeildina bæði sem leikmenn og þjálfarar. 
  • Stefan Madsen þjálfari Aalborg stýrir liðinu í síðasta sinn um helgina. Hann ákvað í vetur að láta staðar numið í sumar eftir 10 ár hjá félaginu, þar af í sex ár sem aðalþjálfari. Madsen tók við þegar Aron Kristjánsson hætti þjálfun Aalborg 2018. 
  • Ómar Ingi Magnússon er markahæsti leikmaður Magdeburg í Meistaradeildinni í vetur  með 85 mörk. Mads Hoxner er markahæstur hjá Aalborg með 82 mörk.
  • Mikkel Hansen, leikmaður Aalborg Håndbold leikur sína síðustu leiki með félagsliði um helgina en hann ætlar að hætta í handknattleik eftir Ólympíuleikana í sumar. Hansen er að taka þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar í áttunda sinn. Hann hefur aldrei verið í sigurliði keppninnar. 
  • Dika Mem er markahæstur leikmanna Barcelona með 96 mörk. Niclas Ekberg er markahæstur hjá Kiel með 82 mörk. Ekberg er einnig að kveðja Kiel-liðið um helgina. 
  • Pólverjinn Kamil Syprzak, leikmaður PSG, er markahæstur í Meistaradeildinni með 112 mörk. 
  • Carlos Ortega þjálfari Barcelona vann meistaradeildina sex sinnum á 11 árum sem leikmaður Barcelona,  1996-2000 og aftur 2005. Hann stýrði Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni 2022.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -