- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Barcelona fór illa með Kiel – Nielsen var enn einu sinni í stuði

Leikmenn Barcelona þakka áhorfendum fyrir eftir stórsigur á Kiel í undanúrslitum í Lanxess Arena í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Barcelona leikur til úrslita í Meistaradeild karla í handknattleik karla í fjórða sinn á fimm árum á morgun. Andstæðingurinn verður danska meistaraliðið Aalborg Håndbold eins og árið 2021. Barcelona fór illa með þýska liðið THW Kiel í síðari undanúrslitaleik Meistaradeildar í Lanxess Arena síðdegis. Lokatölur, 30:18, eftir að staðan var 15:9, að loknum fyrri hálfleik. Markaskorið var það sama í fyrri og síðari hálfleik. Ekkert lið hefur skorað færri mörk í undanúrslitaleik í Meistaradeildar síðan núverandi keppnisfyrirkomulag var tekið upp 2010.

Þýsku liðin Magdeburg og THW Kiel mætast í vonbrigðaleiknum um þriðja sætið, nokkurt sem hvorugt ætlaði sér en var þó líklegra að yrði hlutskipti Kiel en Magdeburg.

Úrslitaleikirnir sunnudaginn 9. júní:
SC Magdeburg - THW Kiel, kl. 13 - 3. sæti.
Barcelona - Aalborg Håndbold kl. 16 - 1. sæti.
Hægt verður að horfa á báða leiki án endurgjalds á EHFtv.com.

Undanúrslitaleikur Barcelona og Kiel var jafn fyrsta stundarfjórðung leiktímans jöfn, 6:6. Þá skoraði Barcelona þrjú mörk í röð og hafði tögl og hagldir eftir það. Danski markvörðurinn Emil Nielsen gerði út um vonir Kiel. Hann varði átta skot, 47%, í fyrra hálfleik.

Leikmenn Barcelona slökuðu aðeins of mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks. Kiel minnkaði forskotið niður í fjögur mörk, 18:14, eftir um átta mínútur. Carlos Ortega þjálfari Barcelona tók þá leikhlé og talaði yfir hausamótunum á sínum mönnum. Tíu mínútum síðar var staðan 24:14 og úrslitin ráðin.

Nielsen hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Hann fór af leikvelli níu mínútum fyrir leikslok með 15 varin skot, þar af þrjú vítaköst. Gonzalo Péres de Vargas stóð í marki Barcelona síðustu níu mínúturnar, stráði salti í sár leikmannan Kiel. De Vargas fékk aðeins á sig eitt mark en var með fimm varin.

Ortega gat leyft sér það að gefa helstu kempum stjörnuliðsins síns frí síðustu 15 mínútur leiksins meðan Filip Jicha þjálfari Kiel vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga.

Mörk Barcelona: Melvyn Richardson 5, Aitor Arino 4, Blaz Janc 4, Petar Cikusa i Jelicic 3, Dika Mem 3, Jonathan Carslbogard 2, Timonthey N’guessan 2, Aleix Gómez Abelló 2, Lúís Frade 2, Domen Makuc 1, Haniel Vincius Imoue Langaro 1.
Varin skot: Emil Nielsen 15, 46,8% – Gonzalo Péres de Vargas 5, 83,3%.
Mörk THW Kiel: Domagoj Duvnjak 4, Harald Reiknkind 3, Niclas Ekberg 3, Mykola Bilyk 2, Steffen Weinhold 1, Eric Johansson 1, Rine Dahmke 1, Karl Wallinius 1, Hendrik Pekeler 1, Elias Ellefsen á Skipagøtu 1.
Varin skot: Tomas Mrkva 3, 18.7% – Samir Belllahcene 1, 6,7%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -