Línumaðurinn Jakob Aronsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Samhliða þessu kemur hann aftur til liðs við uppeldisfélagið að loknu ári sem lánsmaður hjá Aftureldingu.
Jakob sem er 22 ára er uppalinn Haukastrákur kom fyrst inn í meistaraflokk félagins tímabilið 2020-2021 og á hann leiki fyrir yngri landslið Íslands. Næstu tvö tímabil á eftir var Jakob talsvert frá vegna meiðsla og veikindi sem höfðu áhrif á hversu mikið hann gat beitt sér og lék hann þau tímabil með U-liðinu. Síðasta sumar horfði hins vegar til betri vegar varðandi meiðslin og gat Jakob því prófað sig áfram undir meira álagi.
Jakob fór því til Aftureldingar á láni á nýliðnu tímabili þar sem hann nýtt tækifærið vel þegar leið á og var hann einn af betri mönnum liðsins í úrslitakeppninni þar sem að Afturelding lenti í öðru sæti.
„Það er því mikið ánægjuefni að Jakob framlengi samning sinn við Hauka og verður gaman að sjá hann í Haukatreyjunni að nýju eftir sumarið,“ segir í tilkynningu Hauka í dag.
Karlar – helstu félagaskipti 2024