- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mæðgur léku saman með HK

Kristín Guðmundsdóttir t.v. ásamt dóttur sinni, Emblu Steindórsdóttur. Mynd/Facebook-síða HK
- Auglýsing -

Það gerist ekki oft að mæðgur leiki saman í kappleik í efstu deild í handknattleik hér á landi. Slíkt átti sér stað í gær. Þá voru mæðgurnar, og HK-ingarnir, Kristín Guðmundsdóttir og dóttir hennar, Embla Steindórsdóttir saman inni á leikvellinum undir lok viðureignar HK og Vals í lokaumferð Olísdeildarinnar í Origohöllinni.


Frá þessu er greint á Facebook-síðu HK. Embla, sem lék í gær sinn fyrsta leik með HK í Olísdeildinni, fékk tækifæri til að spreyta sig undir lok leiksins og vann m.a. vítakast. Embla er aðeins 15 ára en hefur gert það gott á leiktíðinni, m.a. með ungmennaliði HK í Grill 66-deildinni þar sem hún hefur tekið þátt í 11 leikjum.


Kristín er ein reyndasta handknattleikskona landsins og margföld landsliðskona. Hún hefur undanfarin tvö ár ár leikið með HK í Olísdeildinni og einnig verið aðstoðarþjálfari liðsins. Áður lék Kristín um langt árabil með Val og varð nokkrum sinnum Íslands-, og bikarmeistari. Kristín lék með Víkingi áður en hún gekk til liðs við Val.


Eftir því sem handbolti.is veit best hafa mæðgur ekki leikið saman í efstu deild síðan árið 2013 þegar Gunnur Sveinsdóttir og dóttir hennar, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, léku með FH 2013, bæði í bikarkeppninni og Olísdeildinni eins og lesa má í þessari grein Vísis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -