Anna Þyrí Halldórsdóttir hefur skrifað undir áframhaldandi samning við handknattleikslið KA/Þórs og leikur hún því áfram með liðinu á komandi handboltavetri. KA/Þór leikur í Grill 66-deildinni á næsta tímabili.
Anna Þyrí sem er 23 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður í meistaraflokksliði félagsins. Hún hefur varla misst úr leik undanfarin sex tímabil og hefur nú leikið 149 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni fyrir KA/Þór.
Með KA/Þór hefur hún hampað öllum þeim titlum sem eru í boði er stelpurnar urðu Íslandsmeistarar, bikarmeistar, deildarmeistarar og meistarar meistaranna. Anna Þyrí er línukona er einnig öflug þegar kemur að varnarleiknum.
„Við erum gríðarlega ánægð með að halda Önnu Þyrí áfram innan okkar raða og klárt að við höldum áfram okkar flottu vegferð að spila á uppöldum leikmönnum og höldum í okkar gildi,“ segir m.a. í tilkynningu frá KA/Þór.