- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Halldóra, Guðríður, Arnar, Bjarni, Ólafur, Sigurborg, Kristján

Guðríður Guðjónsdóttir t.h. afhenti Halldóru Ingvarsdóttur boltapoka 20 ára landsliðsins til staðfestingar á að Halldóra hafi tekið fararstjórn landsliðsins í Skopje. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
  • Halldóra Ingvarsdóttir hefur tekið við af Guðríði Guðjónsdóttir sem fararstjóri U20 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu. Guðríður, sem er formaður landsliðsnefndar kvenna, hefur verið úti með landsliðinu síðustu vikuna meðan undirbúningur fór fram. 
  • Íslenska landsliðið vann fyrsta leik sinn á HM í gær, 24:19, gegn Afríkumeisturum Angóla. Næsti leikur verður gegn Norður Makedóníu á morgun, föstudag, klukkan 16. 
  • Arnar Þorkelsson, sem verið hefur gjaldkeri HSÍ um árabil, gaf ekki kost á sér til endurkjörs til stjórnar HSÍ á 67. ársþingi sambandsins í gær. Í lok þingsins var Arnar sæmdur gullmerki HSÍ og silfurmerki ÍSÍ fyrir framúrskarandi störf fyrir HSÍ í gegnum árin. 
  • Bjarni Ákason, Ólafur Örn Haraldsson og Sigurborg Kristinsdóttir komu inn í stjórn HSÍ á þinginu í gær. Úr stjórn gengu Arnar Þorkelsson og Kristján Gaukur Kristjánsson. Fyrir var laust sæti í stjórn í kjölfar þess að Davíð Lúther Sigurðsson gekk úr stjórninni í nóvember.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -