Undanúrslit í umspili um sæti í Olísdeild kvenna hefst á miðvikudagskvöldið og taka fjögur lið þátt. HK, sem hafnaði í næst neðsta sæti Olísdeildar sem lauk á laugardaginn, og Grótta, ÍR og Fjölnir-Fylkir úr Grill 66-deildinni. Lokaumferð Grill 66-deildarinnar fór fram á föstudaginn þar sem Fjölnir-Fylkir krækti í fjórða og síðasta sætið í umspilinu með sigri á ungmennaliði Vals.
HK mætir Fjölni-Fylki í undanúrslitum og Grótta og ÍR eigast við í hinni rimmunni. Vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram. Af þeim sökum getur komið til þriggja leikja í hvorri rimmu.
Fyrsta umferðin hefst á miðvikudagskvöld klukkan 19.30. Þá eiga HK og Grótta heimaleiki. Önnur umferð verður síðan á laugardaginn. Oddaleikir eru á dagskrá á þriðjudaginn eftir viku.
Sigurlið undanúrslita leiða saman hesta sína í allt að þriggja leikja keppni sem hefst laugardaginn 22. maí. Önnur umferð þriðjudaginn og 25. Oddaleikur er ráðgerður föstudaginn 28. maí. Sigurliðið tekur sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð.
FH er fallið úr Olísdeild kvenna. Afturelding tekur sæti Hafnarfjarðarliðsins.
Leikjadagskrá umspils Olísdeildar kvenna.