Tillaga frá handknattleiksdeild KA um að lið Olísdeildar hafi 14 leikmenn á skýrslu í hverjum kappleik Íslandsmótsins í stað 16 var felld með jöfnum atkvæðum á 67. ársþingi HSÍ í gær.
Rök KA fyrir að fækkað væri á leikskýrslu voru m.a. þau að liðin noti nánast aldrei nema 14 leikmenn í leik. Fimmtándi og sextándi leikmaður væru þar af leiðandi “algjörar varaskeifur” sem kæmi m.a. niður á U-liðum þar sem má aðeins nýta fjóra leikmenn frá síðasta aðalliðsleik.
Einnig að með fækkun yrðu til 24 leikmenn sem styrkt gæti veikari lið Olísdeilda, lið Grill 66-deildanna, eða orðið til að vettvangur skapast fyrir nýtt lið. Til viðbótar gæti sparast nokkur ferðakostnaður við að ferðast með tvo aukamenn á milli landshluta.
Nánar er hægt að lesa um tillöguna hér.