- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskrá: Kapphlaupið um efsta sætið heldur áfram

Elías Már Halldórsson kveður nú HK sem Olísdeildarlið. Mynd/Fjölnir, Þorgils G.
- Auglýsing -

Sautjánda og næst síðasta umferð Grill 66-deild karla fer fram í kvöld með fimm leikjum. Efstu liðin HK og Víkingur eiga heimaleiki. HK fær ungmennalið Hauk í heimsókn meðan Víkingur mætir Kríu í Víkinni. Kría tapað fyrir Fjölni með tíu marka mun, 31:21, á heimavelli á föstudaginn. Úrslitin voru ekki opinberuð fyrr en í gærkvöld þegar félagið sendi leikskýrsluna frá sér.

HK og Víkingur eru efst og jöfn með 28 stig hvort. Efsta lið deildarinnar eftir lokaumferðina á föstudaginn fer rakleitt upp í Olísdeild á næsta keppnistímabili. Liðið sem hafnar í öðru sæti tekur þátt í umspili um sæti í Olísdeild ásamt, Fjölni, Kríu og Herði.

Grill 66-deild karla:
Víkin: Víkingur – Kría, kl. 19.30 – sýndur á Víkingurtv.
Kórinn: HK – Haukar U, kl. 19.30 – sýndur á HKtv.
Hleðsluhöllin: Selfoss U – Valur U, kl. 19.30 – sýndur á Selfosstv.
Torfnes: Hörður – Fjölnir, kl. 19.30 – sýndur youtubesíðu Viðburðastofu Vestfjarða.
Dalhús: Vængir Júpiters – Fram U, kl. 20.30 – sýndur á Vængir Júpiterstv.
Staðan í Grill 66-deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -