- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naumt tap í miklum baráttuleik – Ungverjar bíða í 8-liða úrslitum

U20 ára landsliðs kvenna. Efri röð f.v. Lilja Ágústsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Embla Steindórsdóttir, Ethel Gyða Bjarnasen, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Anna Karólína Ingadóttir, Hildur Lilja Jónsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Sylvía Sigríður Jónsdóttir. Fremri röð f.v.: Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Elín Klara Þorkelsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Brynja Katrín Benediktsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Portúgal, 26:25, í hörkuleik í síðari viðureigninni í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins 20 ára landsliða kvenna í handknattleik í Skopje í Norður Makedóníu í dag. Leikurinn var hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda en að lokum var lukkan með portúgalska liðinu. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 12:11, Portúgal í vil. Þetta var fyrsta tap íslenska liðsins í fimm leikjum á mótinu.

Framundan er leikur í átta liða úrslitum á fimmtudaginn við Evrópumeistara 19 ára landsliða frá síðasta ári, Ungverjaland. Flautað verður til leiks klukkan 16. Sigurliðið kemst í undanúrslit en tapliðið leikur tekur þátt í krossspili um sæti fimm til átta á föstudaginn. Ísland og Ungverjaland krossa við Portúgal og Danmörku, hvort heldur í undanúrslitum eða í krossspili um sæti fimm til átta.

Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð en kolrangar upplýsingar eru á Wikipedia síðu HM hvað framhaldið varðar. Eftir röngum upplýsingum var farið í fyrst útgáfu. Vonir standa til þess að tímasetningin sé rétt og að leikurinn við Ungverja hefjist klukkan 16 á fimmtudag.

Íslenska liðið var tveimur mörkum undir, 24:22, þegar sex mínútur voru til leiksloka. Af harðfylgi tókst að vinna muninn upp. Möguleikar voru fyrir hendi til þess að tryggja sigur eða alltént annað stigið. Því miður gengu möguleikarnir íslenska liðinu úr greipum. Annars vegar rann Elín Klara Þorkelsdóttir í bleytu á gólfinu þegar 40 sekúndur voru eftir. Upp úr því skoraði portúgalska liðið sigurmarkið. Hinsvegar var dæmdur ruðningur á Ingu Dís Jóhannsdóttur þegar 10 sekúndur voru eftir af leiktímanum.

Þar með vann Portúgal milliriðil fjögur með fimm stig af sex mögulegum og leikur við Danmörku í átta liða úrslitum á fimmtudaginn. Portúgal er einnig áfram taplaust.

Íslenska landsliðið varð í öðru sæti og mætir Ungverjalandi sem varð í fyrsta sæti í milliriðli tvö. Ungverska liðið varð Evrópumeistari 19 ára landsliða fyrir ári og hefur leikið frábærlega á HM í ár.

HMU20 kvenna: Milliriðlar, leikir, úrslit og staðan

Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3/3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 2, Elísa Elíasdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 18/2, 42%.

Ítarlegri tölfræði.

Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -