- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öflugur varnarleikur verður lykilatriði gegn Portúgal

Að vanda tóku leikmenn íslenska liðsins létta æfingu fyrir utan hótel sitt í morgun. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Staðan er bara nokkuð góð á hópnum eftir leikinn í gær og allar klárar í leikinn við Portúgal í dag,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is þegar hann gaf sér tíma frá önnum dagsins. Framundan er síðari leikur íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins, gegn Portúgal. Flautað verður til leiks klukkan 16. Handbolti.is fylgist að vanda með framvindu leiksins í textalýsingu.

Portúgalska liðið hafnaði í fjórða sæti á Evrópumóti 19 ára landsliða fyrir ári og vann m.a. íslenska liðið með 17 marka mun, 44:27. Ágúst Þór segir að vonandi hafi lærdómur verið dregin af þeirri viðureign.

Öflugar skyttur

„Við ætlum leika mjög agressívan varnarleik í dag. Portúgalska liðið hefur á að skipa tveimur mjög góðum skyttum, önnur er samningsbundin stórliði Esbjerg í Danmörku. Við verðum ganga vel út í skytturnar, hleypa þeim ekki of auðveldlega í loftið. Þar að auki er miðjumaður portúgalska liðsins mjög flinkur. Á henni verður að hafa góðar gætur. Hún er mjög útsjónarsöm, bæði við að finna línumanninn og að vinna fyrir skytturnar,“ sagði Ágúst Þór sem er að vanda hvergi banginn.

HMU20 kvenna: Milliriðlar, leikir, úrslit og staðan

Möguleiki að sækja hratt

„Ef við náum upp almennilegum varnarleik þá gefast kostir á að keyra mjög hratt í bakið á portúgalska liðinu. Leikmenn eru frekar seinir til baka. Við ætlum að freista þess að sækja hratt í hvert skipti sem það gefst án þess þó að það kosti okkur of marga tapaði bolta.

Annars er hugur í stelpunum. Stefnan er að ná efsta sæti riðilsins en fyrst og fremst þá verðum við trú okkar markmiði að ná góðri frammistöðu hver sem úrslitin verða,“ sagði Ágúst Þór sem heldur sig við hefðbundinn undirbúning á leikdegi.

Ungverjar eða Danir í 8-liða úrslitum

Hvernig sem allt verkast á leikvellinum í dag verður frídagur á HM á morgun. Átta liða úrslit standa yfir á fimmtudaginn ásamt krossspili um sætin fyrir neðan. Andstæðingur Íslands í átta liða úrslitum verður annað hvort lið Sviss eða Danmerkur.

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -