- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar í liði mánaðarins – Ómar Ingi öðru sinni í röð

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði aprílmánaðar í þýsku 1. deildinni. Þetta kemur fram á síðum deildarkeppninnar á samfélagsmiðlum. Nokkrir dagar eru liðnir síðan liðið var birt. Ómar Ingi Magnússon er í liði mánaðarins í annað skiptið í röð.

Til viðbótar er Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður Bergischer HC, í liðinu að þessu sinni. Arnór Þór lék afar vel í þeim fáu leikjum sem lið hans náði að leika í apríl en kórónuveiran herjaði í tvígang á skömmum tíma í herbúðum Bergischer í mánuðinum.

Arnór Þór Gunnarsson leikmaður Bergsicher HC og fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/Bergischer HC


Ómar Ingi hefur farið á kostum með SC Magdeburg eftir áramótin og er nú orðinn þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar með 188 mörk, er fimm mörkum á eftir Marcel Schiller hornamanni Göppingen.


Fyrrgreindur Schiller er í liði mánaðarins með Arnóri Þór og Ómari Inga. Til viðbótar eru Jonathan Carlsbogard, Lemgo, Jim Gottfridsson, Flensburg, Anton Lindskog, Wetzlar og Dejan Milosavljev, markvörður Füchse Berlin.
Carlsbogard, Gottfridsson og Lindskog eru sænskir landsliðsmenn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -