- Auglýsing -
Hornamaðurinn Kári Kvaran hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Hann er 22 ára gamall og hefur leikið með öllum yngri flokkum félagsins. Kári skoraði 14 mörk í Olísdeildinni í vetur en hann deildi hornastöðunni á síðasta keppnstímabili með Jakobi Inga Stefánssyni.
Kári lék sinn fyrsta meistaraflokksleik tímabilið 2022/2023 en síðan eru leikirnir orðnir 30.
„Það eru gleðifréttir að Kári verði áfram í herbúðum Gróttu. Miklar vonir eru bundnar við þennan uppalda Gróttumann og verður spennandi sjá hann stíga upp á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu.
- Auglýsing -