- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Viljum ná þeim stóra í lokin

Leikmenn og stjórnendur Haukaliðsins hengdu verðlaunapeningana hver á annað eftir að deildarmeistaratitilinn var í höfn í gærkvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Tímabilið hefur verið sérstakt og þessi titill er uppskera þess en við viljum halda áfram og ná þeim stóra í lokin,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í Olísdeild karla 2021 þótt enn séu tvær umferðir eftir. Haukar hafa 35 stig eftir 20 leiki og hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar.

„Þrátt fyrir að menn hafi verið lamdir niður með hverju stoppinu á fætur öðru í vetur þá höfum við náð að æfa mjög vel miðað við þær aðstæður sem hafa verið uppi hverju sinni. Við höfum fylgt öllum reglum frá fyrsta degi en verið mjög skarpir við allar æfingar og nýtt þann tíma sem hefur mátt æfa eðlilega, mjög vel. Menn hafa verið einbeittir.


Í leikjum höfum við nýtt leikmannahópinn mjög vel og bætt í vopnabúr okkar jafnt og þétt, jafnt í vörn sem sókn,“ sagði Aron.

Ólafur Ægir Ólafsson og Atli Már Báruson, leikmenn Hauka, og deildarmeistarabikarinn glæsilegi. Mynd/J.L.Long


„Liðsheildin hefur verið frábær og menn eru tilbúnir að leggja það af mörkum sem farið hefur verið fram á við þá, hvort sem það er að leika í korter og koma svo á bekkinn eða þá að leika lengur í hverjum leik án hvíldar. Þegar við höfum lent í slæmum leikjum þá höfum við verið fljótir að ná vopnum okkar á nýjan leik,“ sagði Aron.


„Ég er mjög ánægður með liðið og hvernig menn hafa lagt sig fram. Samkeppnin er mikil innan liðsins og fyrir vikið hefur náðst hátt tempó á öllum æfingum. Ég er þannig að ég vil vinna alla leiki og geri þar af leiðandi sömu kröfur til leikmanna minna. Ég er ánægður á þessari stundu en þessi titill er bara eitt skref á lengri leið að þeim stóra. Nú förum við jafnt og þétt að búa okkur undir þá baráttu,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka í samtali við handbolta.is í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -