- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Súrt að koma þessu ekki í þriðja leikinn

Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, leggur á ráðin með leikmönnum sínumí KA-heimilinu á síðustu leiktíð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við náðum aldrei almennilegum takti í okkar leik, því miður,” sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir að lið hans féll úr keppni eftir annað tap fyrir Val í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni í kvöld, 28:22. Haukar eru þar með komnir í sumarleyfi frá keppni á Íslandsmótinu.

„Við byrjuðum alltof passívt í vörninni og Valsliðið fékk að koma í seinni bylgju, hraðri miðju og skjóta á sjö átta metra og skora. Alls fengum við á okkur 17 mörk í fyrri hálfleik sem er ekki vænlegt til árangurs. Okkur tókst að bæta aðeins úr skák í síðari hálfleik en vorum aldrei nærri að hleypa einhverri von í þetta hjá okkur,” sagði Gunnar.


Gunnar sagði það hafa verið vonbrigði að ná ekki oddaleik gegn Val að þessu sinni. Hinsvegar væri hægt að una vel við tímabilið í heild. „Við hefðum gjarnan viljað koma þessu í fimm leiki og erum súr yfir því en erum sæmilega sátt við tímabilið í heild sinni. Liðið hefur sótt í sig veðrið og ungir leikmenn hafa fengið tækifæri og bætt við sig reynslu. Ofan á þetta verður að byggja fyrir næsta tímabil og taka eitt skref fram á við á næsta tímabili,” sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka í samtali við handbolta.is í Schenkerhöllinni í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -