- Auglýsing -
Keppnistímabilinu er lokið hjá Þorgrími Smára Ólafssyni leikmanni Fram. Hann fer í speglun í hné í dag vegna þrálátra meiðsla. Þar af leiðandi verður hann ekkert meira með Fram-liðinu í Olísdeildinni. Fram á tvo leiki eftir og situr í níunda sæti og afar veik von um sæti í úrslitakeppninni.
Þorgrímur Smári staðfesti við handbolta.is í gærkvöld að hann hafi leikið sinn síðasta leik með Fram á tímabilinu. Hann vonast til að fá grænt ljós til að mæta galvaskur með Framliðinu í haust þegar ný leiktíð hefst.
Þorgrímur Smári hefur skoraði 62 mörk í 19 leikjum með Fram í Olísdeildinni í vetur en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
- Auglýsing -