- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hildur Lilja fer úr Mosó í Grafarholt

Hildur Lilja Jónsdóttir, nýr liðsmaður Fram. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Akureyringurinn Hildur Lilja Jónsdóttir hefur kvatt Aftureldingu að lokinni eins árs veru og samið við Olísdeildarlið Fram til næstu þriggja ára.

Hildur Lilja er örvhent skytta og var í U20 ára landsliðinu sem hafnaði í sjöunda sæti á HM í Norður Makedóníu í lok síðasta mánaðar. Hún kom til Aftureldingar fyrir ári eftir að hafa leikið með KA/Þór upp yngri flokka og upp í meistaraflokka. Hún byrjaði að spila með meistaraflokki KA/Þórs árið 2020 og varð hún meðal annars Íslands- og bikarmeistari með Akureyrarliðinu. Hjá Aftureldingu skoraði Hildur Lilja yfir 100 mörk á síðasta tímabili í Olísdeildinni.

Öflug viðbót

„Hildur Lilja er ungur og efnilegur leikmaður sem verður gaman að vinna með í vetur. Hún er öflug skytta með góðan leikskilning auk þess að vera gríðarlega metnaðarfull og dugleg. Hildur Lilja er öflug viðbót í okkar flott hóp hjá Fram,” er haft eftir Rakel Dögg Bragadóttur þjálfara Fram í tilkynningu handknattleiksdeildarinnar í dag.

Konur – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -