- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sáu ekki til sólar í Celje – átta marka tap

Íslensku leikmennirnir þakka þeim austurrísku fyrir leikinn í dag. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið náði sér aldrei á strik gegn Austurríki í annarri umferð riðlakeppni átta liða úrslita Evrópumóts 20 ára landsliða karla í Dvorana Zlatorog í Celje í Slóveníu í morgun. Austurríska liðið var með tögl og hagldir frá upphafi og vann sanngjarnan átta marka sigur, 34:26. Þar með dofnaði mjög yfir vonum íslenska liðsins að komast í undanúrslit mótsins. Íslenska liðið var sex mörkum undir í hálfleik 16:10.

Næsti leikur verður við Spánverja á fimmtudaginn og hefst hann klukkan 12.20.
Engu var líkara en íslensku piltarnir væru ekki mættir til leiks fyrstu 20 mínúturnar. Sóknarleikurinn var afleitur og varnarleikurinn að sama skapi. Austurríkismenn léku við hvern sinn fingur og náðu átta marka forskoti, 11:3, 13:5, áður en líf færðist í íslenska liðið og það saxaði aðeins niður forskoti fyrir hálfleik.

Þrátt fyrir tilraunir í síðari hálfleik þá gekk lítt að snúa við taflinu. Austurríska liðið gaf lítið eftir enda komið svo sannarlega á bragðið.

Því miður tókst íslensku piltunum ekki að fylgja eftir jafnteflinu við Portúgal í gær þegar þeir sýndu mikinnn baráttuhug og dugnað. Slen var yfir mönnum í dag og eflaust er þreyta farin að gera vart við sig.

EMU20 karla: Leikjadagskrá, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Andleysi lýsir frammistöðu okkar

Vorum bara hálf vankaðir

Þetta var bara ekki okkar dagur

Mörk Íslands: Össur Haraldsson 5, Andri Fannar Elísson 4, Birkir Snær Steinsson 4, Reynir Þór Reynisson 4, Eiður Rafn Valsson 3, Atli Steinn Arnarson, 2, Haukur Ingi Hauksson 1, Elmar Erlingsson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 4, 25% – Ísak Steinsson 3, 13,6%.

Mörk Austurríkis: FelixBernkop-Schnürch 7, Gabriel Kofler 7, Clemens Meleschnig 6, Mats Rudincki 5, Bernhard Huber 2, Nicolas Paulnsteiner 2, Lennio Sgonc 2, Paul Hofman 1, Stefan Wuzella 1, Leon Bergmann 1.
Varin skot: Leon Bergmann 14, 35,9%.

Handbolti.is var í Dvorana Zlatorog og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -