- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar glíma við Riihimäki Cocks

Haukar eiga í vændum leiki við finnskt félagslið í Evrópubikarkeppninni í október. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Haukar mæta finnska liðinu Riihimäki Cocks í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í október. Dregið var í morgun en eins og kom fram á handbolti.is á dögunum þá sitja Haukar eins og mörg önnur lið yfir í fyrstu umferð keppninnar. Í fyrstu umferð sem leikin verður um og eftir miðjan september taka 20 lið þátt og heltist helmingurinn úr lestinni. Alls taka 64 lið þátt í annarri umferð.

Haukar fá fyrri viðureignina á Ásvelli 19. eða 20. október. Síðari viðureignin verður í Finnlandi viku síðar.

Haukar eru eina karlaliðið sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni að þessu sinni. Valur og Haukar eru með lið í kvennahluta Evrópubikarkeppninnar.

Riihimäki Cocks var um árabil besta karlalið Finnlands og varð meistari árum saman, ekki síst meðan Íslandsvinurinn Gintaras Savukynas var þjálfari. Þrjú síðustu ár hefur BK-46 unnið meistaratitilinn en Cocks-liðar mátt gera sér annað sætið að góðu.

BK-46 tekur einnig þátt í Evrópubikarkeppninni, sem er sú sem Valur vann með glæsibrag í vor. BK mætir tékkneska liðinu SKKP Handball Brno.

Nánar má sjá hvaða lið drógust saman í fyrstu og aðra umferð með því að smella hér.

Sjá einnig:

Valur mætir Króötum á leiðinni í Evrópudeildina

Valur til Litáen en Haukar mæta belgísku liði

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -