- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reynslan fer beint í bankann

- Auglýsing -

„Þetta er fyrsta mótið mitt með yngri landsliðunum. Það hefur verið mjög gaman, geggjaður hópur og frábærir þjálfarar auk þess sem okkur hefur gengið vonum framar. Ég er mjög sáttur,“ segir Selfyssingurinn Gunnar Kári Bragason leikmaður 20 ára landsliðsins í handknattleik þegar handbolti.is rabbaði stuttlega við hann fyrir utan hótel landsliðsins í Laško í Slóveníu í dag en þó í skjóli við mestu rigninguna.

Gunnar Kári er línumaður og hefur skipt stöðunni með Eyjamanninum Hinriki Huga Heiðarssyni. Gunnar Kári segist vera sáttur við þann tíma sem hann hefur fengið til þess að láta ljós sitt skina. „Ég er klár hvenær sem er,“ segir Gunnar Kári sem verður búinn að taka þátt í átta leikjum á ellefu dögum þegar viðureignin við Noreg um 7. sætið verður lokið á morgun. Hann viðurkennir að álagið sé talsvert en um leið skemmtilegt, ný reynsla sem á eftir að skila sér.

„Reynslan fer beint í bankann,“ segir Gunnar Kári sem ákvað í vor að söðla um og ganga til liðs við Íslandsmeistara FH og kveðja uppeldisfélag sitt, Selfoss. Hann kveðst mjög spenntur að hefja æfingar hjá FH fljótlega eftir að heim verður komið frá Evrópumótinu.

„Ég get ekki beðið,“ segir Gunnar hress sem reiknar jafnvel með að fara nánast beint á æfingu í Kaplakrika við heimkomu eftir helgina.

Lengra viðtal við Gunnar Kára er efst í þessari frétt.

Íslenska landsliðið leikur síðasta leik sinn á Evrópumótinu á morgun, sunnudag. Þá verður bitist við Norðmenn um 7. sæti mótsins. Flautað verður til leiks klukkan 10 og verður handbolti.is vitanlega í keppnishöllinni í Celje.

Yngri landslið.

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Hef náð einhverjum mínútum í flestum leikjum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -