- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Portner æfir, Serradilla, Mem með á ÓL

Nikola Portner markvörður SC Magdeburg og svissneska landsliðsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Svissneski landsliðsmarkvörðurinn Nikola Portner hefur fengið leyfi til þess að hefja æfingar með bikar- og landsmeisturum SC Magdeburg á nýjan leik eftir að hafa þurft að sitja hjá síðan í byrjun apríl að uppvíst var að hann hafi fallið á lyfjaprófi. Lyfjanefnd þýska handknattleikssambandsins ákvað í lok júní að gefa ekki út ákæru á Portner. 
  • Mál Portners er ennþá inni á borði lyfjanefndar þýska íþróttasambandsins. Meðan það fjallar um málið og tekur ákvörðun hvort Portner verður gerð sekt eða ekki er honum leyfilegt að æfa með samherjum sínum hjá Magdeburg. Portner er samningsbundinn Magdeburg til næstu þriggja ára. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Leyfar af methamphetamine fundust í sýni sem hann gaf í lyfjaprófi í mars. Bæði A- og B-prófin gáfu sömu niðurstöðu.
  • Leikmenn Magdeburg hófu skipulagaðar æfingar saman í upphafi vikunnar enda er ekki nema liðlega mánuður þangað til keppni hefst á ný í þýsku 1. deildinni. Sagði Bennet Wiegert þjálfari liðsins það vera mikinn léttir að Portner megi hefja æfingar með öðrum leikmönnum liðsins.
  • Spænski handknattleiksmaðurinn Antonio Serradilla hefur samið við þýsku meistarana SC Magdeburg til eins árs. Serradilla, sem er 25 ára gamall og hægri handar skytta, samdi til eins árs. Hann var síðast með Elverum í Noregi.
  • Magdeburg greiddi Elverum upp samning Spánverjans sem átti ár eftir af ráðningatíma sínum hjá norska liðinu. Serradilla meiddist fyrir fáeinum árum á hægra auga og leikur síðan með hlífðarglerugu.
  • Franski handknattleiksmaðurinn, Dika Mem, hefur að mestu jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyrir á æfingu franska landsliðsins snemma í mánuðinum. Þar af leiðandi er Mem, sem leikmaður Evrópumeistara Barcelona og einn allra snjallasti handknattleiksmaður heims, í Ólympíuhópi franska landsliðsins sem hefur keppni á leikunum á laugardaginn. 
  • Franska landsliðið vann öruggan sigur á Slóvenum, 39:30, í gærkvöld í allra síðasta vináttuleik þátttökuliða handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Evrópu- og Ólympíumeistar Frakklands mæta heimsmeisturum Dana í fyrstu umferð B-riðils á laugardaginn klukkan 19 að íslenskum tíma.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -