- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð varð að gera eina breytingu á elleftu stundu

Alfreð Gíslason er að taka þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik staðfesti í gærkvöld að örvhenta skyttan Kai Häfner verður í landsliðshópnum sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í París. Útséð er um Franz Semper verði með landsliðinu vegna axlarmeiðsla en þátttaka hans hefur verið í óvissu síðustu daga og var Häfner kallaður inn í hópinn rétt fyrir síðustu helgi.

Alfreð sagði á dögunum að Häfner hafi verið augljósasti kosturinn í stað Semper þar sem Häfner þekkti vel leikaðferðir þýska landsliðsins og þyrfti ekki langan tíma til að smella inn í hópinn.

Häfner, sem leikur með Stuttgart er þrautreyndur, og var m.a. í sigurliði Þjóðverja á EM 2016 og átti einnig sæti í Ólympíuhópnum sem tók þátt í leikunum fyrir þremur árum í Tókýó.

Fyrsti leikur þýska landsliðsins verður gegn sænska landsliðinu í A-riðli Ólympíuleikanna á laugardaginn klukkan 17.

ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan

Ólympíuhópur þýska karlalandsliðsins

Markverðir:
David Späth, Rhein-Neckar Löwen.
Andreas Wolff, THW Kiel.
Aðrir leikmenn:
Lukas Mertens, SC Magdeburg.
Tim Hornke, SC Magdeburg.
Christoph Steinert, HC Erlangen.
Julian Köster, VfL Gummersbach.
Marko Grgic, ThSV Eisenach.
Sebastian Heymann, Rhein-Neckar Löwen.
Juri Knorr, Rhein-Neckar Löwen.
Luca Witzke, SC DHfK Leipzig.
Kai Häfner, TVB Stuttgart.
Renars Uscins, TSV Hannover-Burgdorf.
Johannes Golla, SG Flensburg-Handewitt.
Jannik Kohlbacher, Rhein-Neckar Löwen.
Til vonar og vara:
Joel Birlehm, TSV Hannover-Burgdorf. (M).
Rune Dahmke, THW Kiel.
Justus Fischer, TSV Hannover-Burgdorf.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -