- Auglýsing -
- Auglýsing -

KA er öruggt í úrslitakeppnina

Árni Bragi Eyjólfsson í þann mund að skjóta einum af 15 skotum sínum að marki FH í leiknum í kvöld. Ísak Rafnsson til varnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA innsiglaði sæti sitt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 16 ár í kvöld með eins marks sigri á FH í KA-heimilinu, 30:29, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 13:12. KA fór þar með í fjórða sæti deildarinnar og hefur nú 24 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Um var að ræða leik sem frestað var í 18. umferð Olísdeildarinnar fyrir nokkru.

KA-menn voru sterkari í fyrri hálfleik í KA-heimilinu í kvöld en leikmenn FH voru þó aldrei langt undan. Eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik tapaði KA-liðið þræðinum framan af síðari hálfleik og lenti undir, mest þremur mörkum, 19:16 og 20:17, en tókst að jafna metin, 20:20. Í framhaldinu komst KA yfir, 22:20, og hafði þá skorað fimm mörk í röð. FH komst á ný yfir, 26:25 þegar sjö mínútur voru eftir af leiktímanum. KA-menn sneru taflinu við og náðu að halda forskoti til enda. Birgir Örn Birgisson skoraði 29. marki FH rétt í þann mund sem leiktíminn var úti í KA-heimilinu.


Árni Bragi Eyjólfsson átti enn einn stórleikinn fyrir KA. Hann skoraði 11 mörk úr 15 skotum. Jón Heiðar Sigurðsson lék einnig afar vel. Eins og oft áður þá var Einar Rafn Eiðsson atkvæðamestur hjá FH-ingum.

Einar Rafn Eiðsson, FH-ingur, tekinn föstum tökum af verðandi samherja, Jóni Heiðari Sigurðssyni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 11/2, Patrekur Stefánsson 6, Jón Heiðar Sigurðsson 5, Allan Norðberg 4, Jóhann Einarsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1, Daði Jónsson 1, Andri Snær Stefánsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 11, 28,2% – Bruno Bernat 0
Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 9, Birgir Már Birgisson 5, Egill Magnússon 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Arnar Freyr Ársælsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 4, 15,4% – Júlíus Freyr Bjarnason 1, 11,1%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -