- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Darija Zecevic hefur gengið til liðs við Fram

Darija Zecevic Radulovic ætlar að verja mark Fram á næsta keppnistímabili. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Fram hefur krækt Darija Zecevic Radulovic, markvörð, sem leikið hefur undanfarin ár með Stjörnunni. Samningurinn gildir fyrir komandi leiktíð, eftir því sem fram kemur í tilkynningu úr Lambhagahöllinni í dag.

Darija, sem er Svartfellingur hefur mikla reynslu í íslenskum handbolta. Hún lék með ÍBV frá 2019-2021 og hefur síðan þá spilað með Stjörnunni að undanskildum fyrstu vikum síðasta keppnistímabils.

Allt frá 2019 hefur Darija verið ein af betri markvörðum Olísdeildarinnar. Hún var með 32,1% hlutfallsmarkvörslu á síðasta tímabili samkvæmt HBStatz. Telja Framarar víst að reynsla hennar nýtist liði félagsins á næstu leiktíð.

„Ég hlakka mikið til að vinna með Dariju í vetur. Hún er öflugur markvörður með mikla reynslu sem kemur til með að gagnast okkur vel. Darija er sterkur liðsmaður og mun mynda gott teymi með þeim frábæru og efnilegu markvörðum sem við höfum í okkar hópi,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari Fram í tilkynningu handknattleiksdeildar vegna komu markvarðarins í Lambhagahöllina í Úlfarsárdal.

Framliðið var með þrjá markverði á síðustu leiktíð, Andreu Gunnlaugsdóttur, Ethel Gyðu Bjarnasen og Ingunni Maríu Brynjarsdóttur. Sú síðastnefnda hefur verið lánuð til ÍR.

Konur – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -