- Auglýsing -
- Óvíst er um frekari þátttöku norsku handknattleikskonunnar Nora Mørk á Ólympíuleiknum. Hún varð að draga sig út úr norska landsliðinu fyrir leikinn við Suður Kóreu og verður ekki með í dag gegn Þýskalandi. Mørk er þjáð af verkjum í kálfum. Mørk sagði við VG í gær að hún væri að súpa seyðið af 10 læknisaðgerðum á ferlinum. Líkaminn væri að mótmæla miklu álagi árum saman. Mörk hefur slitið hásin á ferlinum og krossband oftar en einu sinni auk fleiri meiðsla.
- Slóveninn Aleks Vlah skoraði 14 mörk fyrir Slóvena gegn Japan í 29:28 sigri í gær. Vlah er aðeins annar handknattleiksmaðurinn sem skorar 14 mörk í leik á Ólympíuleikunum. Hinn er Frakkinn Frederic Volle. Hann skoraði 14 mörk gegn Brasilíu á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996.
- Örhenta stórskyttan Jerzy Klempel er sá sem skorað hefur flest mörk í leik á Ólympíuleikun. Klempel, sem lést fyrir nokkrum árum, skoraði 15 mörk fyrir pólska landsliðið í sigri á Túnisbúum á ÓL 1976 í Montréal.
- Átta leikmenn í sögunni hafa skorað 13 mörk í leik í handknattleikskeppni Ólympíuleika.
Egyptinn Mohab Abdelhak var borinn af leikvelli snemma í fyrri hálfleik í viðureign Egyptalands og Noregs í gærkvöld. Norðmaðurinn Magnus Gullerud fékk rautt spjald. Ekki var ljóst í gærkvöld hvort Abdelhak hafi meiðst alvarlega en hann virtist þjakaður eftir byltuna sem hann hlaut.
- Louise Burgaard varð að draga sig út úr danska landsliðinu í gær vegna þrálátra hásinarmeiðsla sem hafa tekið sig upp. Jesper Jensen þjálfari danska landsliðsins ákvað að kalla inn Michala Møller fyrir leikinn við Suður Kóreu í kvöld í síðustu umferð handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum.
- Dönsku landsliðskonurnar Sarah Iversen og Line Haugsted sem báðar fengu höfuðhögg í leik Dana við Þjóðverja í fyrradag sluppu með skrekkinn og verða tilbúnar í leikinn við Suður Kóreu í kvöld eftir því sem Jensen landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi danska landsliðsins í gær.
ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan
- Auglýsing -