„Við verðum að leika einn okkar allra best leik á síðari árum, ef ekki þann besta,“ segir Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands um væntanlega viðureign við Frakka í undanúrslitum handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Lið þjóðanna leiða saman kappa sína á morgun, miðvikudag, í átta liða úrslitum.
Sigurliðið tekur sæti í undanúrslitum, tapliðið pakkar saman og heldur heim á leið. Flautað verður til leiks í Lille klukkan hálf tólf á morgun, miðvikudag.
Alfreð segir ennfremur í samtali við þýska fjölmiðla í dag að þótt Frakkar hafi ekki náð að sýna sínar allra bestu hliðar í mörgum leikjum keppninnar til þessa þá sé liðið ennþá mjög öflugt og eitt það allra besta í heiminum. Það hafi ekki breyst.
Þjóðverjar unnu fjóra af fimm leikjum sínum í A-riðli riðlakeppni Ólympíuleikanna og hrepptu efsta sætið. Á sama tíma voru Frakkar í basli og náðu aðeins fjórða sæti af sex liðum í B-riðli með fimm stig, tveir sigrar, eitt jafntefli og tvö töp.
Þýskaland tapaði fyrir Egyptalandi í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum fyrir þremur árum.
Sjá einnig: ÓL24: handbolti karla, leikir, úrslit, staðan
Þjóðverjar unnu Frakka, 35:30, í vináttuleik Dortmund 13. júlí.