- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Metsigur hjá Noregi – Danir bíða í undanúrslitum

Liðskonur norska landsliðsins kátar eftir stórsigur á Brasilíu. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Norska landsliðið í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann brasilíska landsliðið með 17 marka mun, 32:15, í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í kvöld. Aldrei í sögu handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikum sem nær aftur til 1976 hefur lið unnið með meiri mun í átta liða úrslitum en norska liðið gerði að þessu sinni.

Noregur, sem var átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:8, mætir Danmörk í undanúrslitum á föstudaginn. Frakkland og Svíþjóð eigast við í hinni viðureignin undanúrslita. Flautað verður til leiks klukkan 14.30 en 19.30 í leik Noregs og Danmerkur.

Norska liðið vann það danska með 9 marka mun, 27:18, í riðlakeppni leikanna á dögunum auk þess sem liðin mættust skömmu fyrir leika í vináttuleikjum. Þau ætti því að þekkja vel til annars.

Eftir mjög góðan leik í síðustu umferð riðlakeppninnar við Angóla þá sprakk brasilíska liðið á limmunni í kvöld gegn Evrópumeisturunum. Varnarleikur þeirra norsku var frábær. Það var sama hvað leikmenn brasilíska landsliðið reyndi. Ekkert braut á norsku vörninni. Að baki varnarinnar voru Katrine Lunde og Silje Solberg vel á verði að vanda.

Leita þarf aftur til Ólympíuleikanna 1988 til þess að finna leik þar sem annað liðið skoraði aðeins 15 mörk en samkvæmt danska handknattleikssérfræðingnum Rasmus Boysen skoraði landslið Júgóslavíu 15 mörk á ÓL 1988 í leikjum við Noreg og Sovétríkin.

Mörk Noregs: Marit Jacobsen 6, Camilla Herrem 5, Sanna Solberg-Isaksen 4, Veronica Kristiansen 4, Henny Reistad 3, Kristine Breistøl 3, Kari Brattset Dale 2, Stine Bredal Oftedal 2, Nora Mørk 1, Stine Skogrand 1, Maren Aardahl 1.
Varin skot: Katrine Lunde 7, 47% – Silje Solberg-Østhassel 4, 36%.

Mörk Brasilíu: Bruna de Paula 3, Giulia Guarieiro 3, Jessica Qunitino 2, Tamieres Araujo Frossard 2, Ana Claudia Bolzan 1, Adriana Cardoso 1, Gabriela Bitolo 1, Marcela Arounian 1, Kelly Rosa 1.
Varin skot: Gabriela Moreschi 7/1, 25% – Renata de Arruda 1, 11%.

ÓL24: handbolti kvenna, leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -