- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Hin einstaka Lunde valin sú besta

Katrine Lunde t.v. ásamt Stine Bredal Oftedal sem lék sinn síðasta landsleik í dag þegar norska landsliðið varð Ólympíumeistari. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Katrine Lunde, landsliðsmarkvörður Ólympíumeistara Noregs, var valin mikilvægasti eða besti leikmaður handknattleikskeppni Ólympíuleikanna en keppni í kvennaflokki lauk í dag með öruggum sigri norska landsliðsins með Þórir Hergeirsson í þjálfarastólnum á Frökkum, 29:21.

Lunde hefur aldrei farið heim frá Ólympíuleikum nema með verðlaunpening um hálsinn.

Lunde, sem er 44 ára gömul og á níu ára gamla dóttur, var frábær á leikunum og var einfaldlega öflugri með hverjum leiknum sem leið. Hinsvegar er athyglisvert að sem besti eða mikilvægasti leikmaður keppninnar er Lunde ekki markvörður úrvalsliðs handknattleikskeppninnar. Hin franska Laura Glauser er markvörður úrvalsliðsins sem birt er hér fyrir neðan.

Katrine Lunde - verðlaunasafn:
Ólympíuleikar: Þrenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
Heimsmeistaramót: Tvenn gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
Evrópumeisaramót: Sex gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun:
Landsmeistari með félagsliðum: 14 sinnum í Noregi, Danmörku og Ungverjalandi.
Meistaradeild Evrópu: Sjö gullverðlaun, ein silfurverðlaun, ein bronsverðlaun.
Var fyrst valin í úrvalslið á EM 2008.

Tvær úr norska Ólympíumeistaraliðinu eru í úrvalsliðinu, þrjár úr franska landsliðinu, ein dönsk, ein sænsk og ein úr ungverska landsliðinu sem heltist úr lestinni í átta liða úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -