Leikmennn, þjálfarar og starfsmenn 18 ára landsliðs kvenna í handknattleik lögðu af stað í morgun í langferð til Kína þar sem heimsmeistaramótið í þessum aldursflokki hefst á miðvikudaginn. Leikið verður í þremur keppnishúsum í borginni Chuzhou í suðausturhluta Kína. Ríflega sólarhringsferð er framundan þangað til komið verður inn á hótel í Chuzhou.
Að vanda taka landslið 32 þjóða þátt í heimsmeistaramótinu sem dregin hafa verið í átta fjögurra liða riðla (sjá riðlaskiptingu neðst í fréttinni). Íslenska landsliðið verður í riðli með Gíneu, Tékklandi og Þýskalandi. Fyrsta viðureignin verður gegn Þjóðverjum árla á miðvikudagsmorgun að íslenskum tíma.
Rakel Dögg Bragadóttir er þjálfari 18 ára landsliðsins. Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna verður Rakel Dögg til halds og trausts.
Fyrstu leikir Íslands á HM 18 ára landsliðs kvenna:
14. ágúst: Ísland - Tékkland, kl. 08.00.
16. ágúst: Ísland - Þýskaland, kl. 06.00.
17. ágúst: Ísland - Gínea, kl. 08.00.
- Leiktímar eru miðaðir við klukkuna á Íslandi.
- Handbolti.is verður með textalýsingar frá leikjum íslenska landsliðsins. Einnig verður hægt að tengjast ókeypis streymi frá leikjum Íslands í gegnum handbolti.is.
- Tvö efstu lið hvers riðils fara áfram í milliriðlakeppni 16 liða úrslita. Tvö neðstu lið hvers riðils taka sæti í milliriðlakeppni um sæti 17 til 32. HM stendur yfir frá 14. til 25. ágúst.
- Leikjadagskrá mótsins verður birt skömmu áður en það hefst.
Íslenska hópinn á HM skipa
Markverðir:
Elísabet Millý Elíasardóttir, Stjörnunni.
Ingibjörg Hauksdóttir, Flint Tønsberg.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Aðrir leikmenn:
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, Ikast.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Val.
Ágústa Rún Jónasdóttir, Val.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Val.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Stjörnunni.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Val.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Kristbjörg Erlingsdóttir, Val.
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukum.
Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðaþjálfari.
Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, liðsstjóri.
Arnar Pétursson, fararstjóri.
Riðlaskiptingin:
| A-riðill: | E-riðill: |
| Serbía | Danmörk |
| Svíþjóð | Kína |
| Austurríki | Taívan |
| Chile | Grænland |
| B-riðill: | F-riðill: |
| Króatía | Ungverjaland |
| Svartfjallaland | Noregur |
| Nígería | Argentína |
| Angóla | Kasakstan |
| C-riðill: | G-riðill: |
| Japan | Egyptaland |
| Holland | Rúmenía |
| Suður Kórea | Spánn |
| Kanada | Sviss |
| D-riðill: | H-riðill: |
| Frakkland | Þýskaland |
| Brasilía | Tékkland |
| Indland | Gínea |
| Kósovó | Ísland |



