Ómar Ingi Magnússon varð í gær Evrópumeisari í handknattleik með SC Magdeburg þegar liðið vann Füchse Berlin, 28:25, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Mannheim. Sömu sögu er að segja um Gísla Þorgeir Kristjánsson. Þótt hann hafi ekki getað tekið þátt í undanúrslitaleiknum á laugardaginn og úrslitaleiknum í gær vegna meiðsla þá er hann hluti af liðinu og lék með Magdeburg í flestum leikjum þess á keppnistímabilinu.
Ómar Ingi var annar af tveimur markahæstu mönnum Magdeburg í sigurleiknum með sjö mörk. Hann var einnig næst markahæsti leikmaður Evrópudeildar á keppnistímabilinu með 94 mörk. Emil Jacobsen leikmaður GOG skoraði tveimur mörkum meira.
Sigrinum var skiljanlega innilega fagnað eins og sést á meðfylgjandi myndskeiðum frá Handknattleikssambandi Evrópu.
Magdeburg vann 15 af 16 leikjum sínum í keppninni.