- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Draumur að eiga möguleika á að vinna verðlaun á EM

Antoine Óskar Pantano ásamt móður sinni, Þórunni Óskarsdóttur, sem hefur verið í vösku stuðningsmannaliði 18 ára landsliðsins á EM í Podgorica. Ljósmynd/MKJ
- Auglýsing -

„Auðvitað var markmiðið að ná sem lengst í mótinu en þetta er draumur að eiga möguleika á að vinna verðlaun á EM,“ segir Antoine Óskar Pantano fyrirliði 18 ára landsliðsins í handknattleik karla í samtali við handbolta.is. Landsliðið leikur í dag gegn Ungverjum um bronsverðlaunin á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi sem staðið hefur yfir frá 7. ágúst. Antoine Óskar mun sem fyrirliði leiða liðið til leiks í dag.

„Auðvitað vildum við vera í úrslitaleiknum en því miður þá gekk ekki allt eftir en nú erum við í þeim sporum að leika um bronsið og ætlum okkur að ná því. Við viljum koma stoltir heim með bronsið og bæta sjötta sigurleiknum í safnið,“ segir Antoine Óskar og bætir við að dagarnir í Podgorica hafa verið mikið ævintýri. 

Algjört ævintýri

„Mótið á eftir að verða mjög minnisstætt, liðsheildin, liðsandinn og þetta mót. Þetta er fyrsta alvöru mótið hjá okkur. Algjört ævintýri. Við munum muna eftir þessu móti það sem eftir er,“ sagði Gróttumaðurinn Antoine Óskar sem var einnig með U17 ára landsliðinu á mótum ytra á síðasta sumri. Hann segir EM 18 ára vera mikið stærra og meira en það sem hann og samherjarnir hafi áður tekið þátt í.

Geggjaður hópur

„Þetta er geggjað með frábærum hópi þar sem allir standa saman. Liðsandinn er meiriháttar hjá okkur sem hefur skilað sér í mjög góðri spilamennsku ef undan er skilinn fyrri hálfleikurinn gegn Dönum í undanúrslitum. Það er ekki hægt að dæma allt mótið út frá þeim kafla,“ segir Antoine Óskar Pantano fyrirliði 18 ára landsliðsins í handknattleik sem eins og aðrir hlakkar til leiksins við Ungverja í dag.

Viðureign Íslands og  Ungverjalands um bronsverðlaunin á EM hefst klukkan 15. Handbolti.is heldur sínu striki og verður með textalýsingu frá leiknum eins og í fyrri viðureignum íslenska  landsliðsins á mótinu.

EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Yngri landslið.

Viljum koma heim með bronsverðlaun

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -