HK heldur sæti sínu í Olísdeild kvenna. Það liggur nú fyrir eftir annan sigur HK á Gróttu í umspili um keppnisrétt í Olísdeildinni í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 19:17. HK vann einnig fyrri leikinn, 28:18, og þar af leiðandi kemur ekki til oddaleiks á milli liðanna.
HK var með sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 11:5, eftir að hafa leikið afar góðan varnarleik.
Þar með er endanlega staðfest að það verður aðeins ein breyting á Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Afturelding tekur sæti FH sem varð neðst í deildinni.
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Rut Bernódusdóttir 2, Helga Guðrún Sigurðardóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 1, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 1.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 1.