- Auglýsing -
- Ágúst Guðmundsson var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Evrópumóti 18 ára landsliða í handknattleik sem lauk á sunnudaginn. Ágúst skoraði 53 mörk í leikjunum átta á mótinu. Af þeim skoraði Ágúst 20 mörk úr vítaköstum. Honum brást bogalistin í þrígang. Spánverjinn Marcos Fis Ballester var jafn Ágústi með 53 mörk.
 
- Dagur Árni Heimisson skoraði 51 mark, tveimur mörkum færri en Ágúst. Dagur Árni, sem valinn var í úrvalslið EM, skoraði ekki úr vítakasti og spreytti sig reyndar á því á mótinu.
 - Ísraelinn Asaf Sharon skoraði flest mörk á Evrópumótinu, 71, af þeim skoraði hann 28 úr vítaköstum en brást bogalistin níu sinnum. Frakkinn Yoni Peyrabout var næstur á eftir með 65 mörk, 15 þeirra úr vítaköstum.
 
- Jens Sigurðarson markvörður íslenska landsliðsins varð í öðru sæti markvarða þegar litið er til flestra varinni vítakasta. Hann varði 11 af 30 vítaköstum sem hann fékk á stig, 36,7%.
 - Jens varð á hinn bóginn í 16. sæti yfir þá markverði sem varði hlutafallslega flest skot á EM. Hann varði 78 skot af 266, 29,3%. 
 - Danski markvörðurinn Frederik Møller Wolff er efstur með 35,1% hlutfallsmarkvörslu, 79 varin skot af 225. Møller tók þátt í sjö af átta leikjum Dana á EM. Hann er einn fjölmargra danskra handknattleiksmanna sem er í akademíu GOG á Fjóni.
Mörk Íslands á EM 18 ára skoruðu: 
| Ágúst Guðmmundsson | 53 | 
| Dagur Árni Heimisson | 51 | 
| Jens Bragi Bergþórsson | 30 | 
| Harri Halldórsson | 28 | 
| Garðar Ingi Sindrason | 27 | 
| Stefán Magni Hjartarson | 18 | 
| Magnús Dagur Jónatansson | 9 | 
| Antoine Óskar Pantano | 7 | 
| Bernard Kristján Owusu Darkoh | 5 | 
| Ævar Smári Gunnarsson | 5 | 
| Daníel Montoro | 4 | 
| Dagur Leó Fannarsson | 2 | 
| Nathan Doku Helgi Asare | 1 | 
- Auglýsing -




