- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ætlum okkur að ljúka mótinu með tveimur sigurleikjum í röð

Rakel Dögg Bragadóttir leggur á ráðin með leikmönnum. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -

„Við ætlum okkur að ljúka mótinu með tveimur sigurleikjum í röð. Hópurinn er þéttur og vel stemmdur eftir samveruna hér ytra um og allir hafa fengið mikið úr þátttökunni. Ekkert lát verður á því á morgun,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari 18 ára landsliðs kvenna í talskilboðum til handbolta.is í dag eftir sigur á Indlandi í næsta síðast leik landsliðs á HM í morgun. Framundan á morgun er síðasta viðureignin á mótinu, sú sjöunda á tíu dögum. Að þessu sinni verður leikið gegn landsliði Angóla sem lagði landsliðs Kasakstan á sannfærandi hátt, 22:20.

Eins og áður hefur komið fram var sigur íslenska landsliðsins á Indverjum afar öruggur, 33:15, voru lokatölurnar en mestur var munurinn 21 mark, 31:10.

„Þetta var flottur sigur hjá stelpunum gegn Inndverjum. Það getur verið erfitt að gíra sig inn í leik og halda dampi til enda þegar munurinn er mikill. Mér fannst stelpurnar gera þetta vel og á faglegan hátt,“ sagði Rakel Dögg um viðureignina í morgun.

Vörnin var frábær

„Vörnin var frábær hjá okkur. Lengst af lékum við 5/1 vörn með Kristbjörgu [Erlingsdóttur] fyrir framan. Hún vann boltann hvað eftir annað, kom indversku stúlkunum í vandræði, og lagði þar með grunn að mörgum hraðaupphlaupum okkar. Á heildina litið var gleði og stemning innan hópsins sem er mikilvæg þegar verið er saman á löngu móti,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir þjálfari 18 ára landslið kvenna en hún nýtti það sem eftir var dagsins til að búa íslensku stúlkurnar af kostgæfni undir viðureignina við Angóla á morgun.

Handbolti.is fylgist með leik Íslands og Angóla í textalýsingu frá klukkan 10 í fyrramálið. Einnig verður hægt að tengjast streymi frá viðureigninni á handbolti.is.

HM18 kvenna – leikjadagskrá, milliriðlakeppni, úrslit

Yngri landslið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -