- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gróttumenn stóðu uppi sem sigurvegarar á Ragnarsmótinu

Lið Gróttu sem vann Ragnarsmótið á Selfossi í dag. Ljósmynd/UMF Selfoss
- Auglýsing -

Grótta hafnaði í efsta sæti á Ragnarsmótinu í handknattleik karla sem lauk síðdegis í Sethöllinni en þetta var í 36. sinn sem handknattleiksdeild Selfoss stóð fyrir mótinu sem haldið er í minningu Ragnars Hjálmtýssonar. Gróttumenn unnu liðsmenn ÍBV, 41:33, í úrslitlaleik eftir að hafa verið marki undir að loknum fyrri hálfleik, 19:18.

Eyjamenn hafa staðið í ströngu síðustu daga og verið í keppni á tvennum vígstöðvum. Þeir dreifðu því álaginu á leikmannahópinn á milli mótanna. Þess varð greinilega vart í úrslitaleiknum gegn Gróttu þegar nokkuð dró af Eyjamönnum í síðari hálfleik.

Til viðbótar við sigurlaunin fyrir mótið þá fóru tveir Gróttumenn heim með viðurkenningar frá mótinu. Ágúst Ingi Óskarsson var valinn besti leikmaður mótsins og Hannes Grimm var öflugasti varnarmaðurinn.

Selfoss hafnaði í þriðja sæti eftir sigur á Víkingi, 35:20, en svo virðist sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Víkings hafi ekki stillt upp sinni allra sterkustu sveit í leiknum. Þórsarar kjöldrógu ungmennalið Hauka í viðureigninni um 5. sætið.

Grótta – ÍBV 41:33 (18:19).
Mörk Gróttu: Ágúst Ingi Óskarsson 6, Jón Ómar Gíslason 5, Lúðvík Thorberg B Arnkelsson 4, Jakob Ingi Stefánsson 4, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Hannes Grimm 4, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 3, Kári Benediktsson 3, Kári Kvaran 3, Atli Steinn Arnarson 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 17, Þórður Magnús Árnason 2.

Mörk ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 13, Andri Erlingsson 8, Ívar Bessi Viðarsson 5, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Breki Þór Óðinsson 2, Jason Stefánsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 17, Morgan Goði Garner 2.

Selfoss – Víkingur 35:20 (15:9).
Mörk Selfoss: Sölvi Svavarsson 12, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Alvaro Mallols Fernandez 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1, Anton Breki Hjaltason 1, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 1, Árni Ísleifsson 1, Hákon Garri Gestsson 1, Jason Dagur Þórisson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 14, Jón Þórarinn Þorsteinsson 14.

Mörk Víkings: Þorfinnur Máni Björnsson 6, Benedikt Emil Aðalsteinsson 3, Páll Þór Kolbeins 2, Heiðar Snær Tómasson 2, Kristófer Snær Þorgeirsson 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 2, Sigurður Páll Matthíasson 1, Kristján Helgi Tómasson 1, Guðjón Ágústsson 1.
Varin skot: Ekki marktækar upplýsingar á HBstatz.

Haukar U – Þór 21:38 (11:17).
Mörk Haukar U.: Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 6, Ísak Óli Eggertsson 4, Bóas Karlsson 3, Helgi Marinó Kristófersson 2, Darri Þór Guðnason 2, Gústaf Logi Gunnarsson 1, Aron Ingi Hreiðarsson 1, Arnór Róbertsson 1, Róbert Daði Jónsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 5, Jákup Arngrímsson Müller 1.

Mörk Þórs: Oddur Gretarsson 11, Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Arnviður Bragi Pálmason 5, Heiðmar Örn Björgvinsson 3, Þormar Sigurðsson 3, Hafþór Már Vignisson 2, Halldór Kristinn Harðarson 2, Ólafur Atli Malmquist Hulduson 2, Kristján Páll Steinsson 2, Aron Hólm Kristjánsson 1, Kristján Gunnþórsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -