- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sissi bætist í þjálfarateymi Íslandsmeistara Vals

Sigurgeir Jónsson, Sissi, nýr þjálfari í herbúðum Vals. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Sigurgeir Jónsson eða Sissi eins og hann er oftast kallaður hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild Vals. Sissi kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og vera Ágústi Þór Jóhannssyni, Degi Snæ Steingrímssyni og Hlyni Morthens innan handar ásamt því þjálfa efnilegan 3. flokk kvenna ásamt Degi Snæ.

Sissi er gríðarlega reyndur sem þjálfari og þjálfaði meistaraflokkslið kvenna hjá Stjörnunni á síðasta tímabili. Hann var lengi vel aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram ásamt því að hafa þjálfað 3. og 4. flokk hjá Fram og Stjörnunni. Þar að auki hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands í kvennaflokkum.

„Við bjóðum Sissa velkominn í þjálfarahóp deildarinnar,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Vals.

Fyrsti leikur Íslandsmeistara Vals á leiktíðinni verður á laugardaginn þegar Valur og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ í N1-höllinni á Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukklan 13.30. 

Þjálfarar – helstu breytingar 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -