- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn mætir í slaginn eftir meiðsli og beint í Evrópuleik

Elvar Örn Jónsson verður 27 ára morgun þegar Melsungen mætir Elverum í forkeppni Evrópudeildarinnar á heimavelli. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins MT Melsungen hefur jafnað sig af langvarandi og erfiðum meiðslum. Hann verður þar með væntanlega klár í bátana með Melsungenliðinu á morgun gegn norska liðinu Elverum í fyrri viðureigninni í forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Leikurinn fer fram í Rothenbach-Halle í Kassel.

Elvar hefur verið fjarverandi í undirbúningsleikjum MT Melsungen fyrir leiktíðina. Einnig missti hann af síðustu leikjum þýsku 1. deildarinnar í vor auk þess að vera fjarri góðu gamni þegar íslenska landsliðið mætti Eistlendingum í undankeppni HM í maí. Einnig var Elvar Örn úr leik vegna meiðsla í nokkrar vikur undir lok síðasta árs og rétt slapp í tíma inn í íslenska landsliðið sem tók þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar.

„Ég er tilbúinn í leikinn á laugardaginn,“ er haft eftir Elvar Erni á HNA í dag. Elvar Örn hefur verið í stóru hlutverki hjá Melsungen í fjögur ár, eða allt síðan hann kom til félagsins frá Skjern í Danmörku sumarið 2021. Elvar Örn verður 27 ára á morgun.

Sigurliðið í riðlakeppnina

Melsungen og Elverum mætast öðru sinni í Noregi um aðra helgi. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja tekur sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og ásamt Porto, Vardar Skopje og annað hvort Val eða RK Bjelin Spacva Vinkovci frá Króatíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -