Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið saman og uppfært styrkleikalista yngri landsliða eftir Evrópu- og heimsmeistaramót yngri landsliða í sumar. Yngri landslið Íslands, karla og kvenna, voru á faraldsfæti í sumar og tóku þátt í fimm stórmótum.
Ísland er í 7. sæti með 254 stig en Ungverjaland er efst með 328 stig þegar reiknaður er sameiginlegur árangur karla- og kvennalandsliða. Stúlknalandsliðin eru í 10. sæti á lista EHF með 130 stig og strákalandsliðin sitja í 5. sæti með 124 stig.
Styrkleikalistinn er reiknaður út með sama hætti og hjá A landsliðum þar sem hvert landslið fær ákveðinn stigafjölda fyrir árangur sinn á mótum. Gefinn er út sameiginlegur stigafjöldi karla og kvennalandsliða og svo eftir kynjum.
Árangur yngri landsliðanna í sumar:
– U20 ára landslið kvenna, 7. sæti af 32 liðum á HM í Norður Makedóníu.
– U18 ára landslið kvenna, 25. sæti af 32 liðum á HM í Kína.
– U16 ára landslið kvenna, 8. sæti af 20 liðum á Opna EM í Svíþjóð.
– U20 ára landslið karla, 7. sæti af 24 liðum á EM í Slóveníu.
– 18 ára landslið karla, 4. sæti af 24 liðum á EM í Svartfjallalandi.
Hungary lead YAC summer ranking