Sigurður Ingiberg Ólafsson, markvörður Kríu, fór á kostum þegar Kría vann Víking, 32:25, fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í Olísdeild karla í handknattleik í Víkinni í dag. Hann varði 22 skot, þar af þrjú vítaköst, og lagði þar með grunn að sigri Kríuliðsins sem lék án síns helsta manns á leiktíðinni, Kristjáns Orra Jóhannssonar.
Næsti leikur liðanna verður í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á þriðjudagskvöldið og hefst klukkan 19.30. Vinni Kría leikinn á þriðjudag leikur liðið í Olísdeild á næstu leiktíð.
Kría var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi og hafði m.a. þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:12. Sigurður Ingiberg markvörður reyndist Víkingum óþægur ljár í þúfu en það voru fleiri eins og t.d. Daði Laxdal sem skoraði níu mörk.
Mörk Víkings: Hjalti Már Hjaltason 4, Guðjón Ágústsson 4, Styrmir Sigurðsson 3, Arnar Ingason 3, Arnar Gauti Grettisson 3, Arnar Steinn Arnarsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Logi Snædal Jónsson 2, Ólafur Guðni Eiríksson 1, Jóhannes Berg Andrason 1.
Mörk Kríu: Daði Laxdal 9, Arnar Jón Agnarsson 4, Viktor Orri Þorsteinsson 4, Viktor Andri Jónsson 4, Alex Viktor Ragnarsson 3, Filip Andonov 3, Áni Benedikt Árnason 1, Gellir Michaelsson 1, Henrik Bjarnason 1, Egill Ploder Ottósson 1, Hlynur Bjarnason 1.