Guðmundur Bragi Ástþórsson og samherjar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg verða meðal 32 liða í riðlakeppi Evrópudeildar karla í handknattleik fyrri hluta vetrar.
Bjerringbro/Silkeborg vann ungverska liðið Ferencváros, eða FTC, samanlagt 77:61 í tveimur leikjum. Síðari viðureignin var í dag í Búdapest og hafði FTC betur, 34:32. Sigurinn dugði liðinu skammt eftir að Bjerringbro/Silkeborg vann fyrri viðureignina með 18 marka mun.
Guðmundur Bragi, sem gekk til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í sumar frá Haukum, skoraði fimm mörk í leiknum í Búdapest. Nikolaj Dueholm Læsø var markahæstur með 11 mörk.
Bjerringbro/Silkeborg verður í riðli með Montpellier (Frakklandi), Gornik Zabrze (Póllandi) og BM Granollers (Spáni).
Úrslit í síðari leikjum umspils Evrópudeildar karla:
(Samanlögð úrslit eru innan sviga)
Ademar León – ABC Braga 31:27 (52:50).
Gummersbach – Mors-Thy 39:30 (74:52).
Ferencváros – Bjerringbro/Silkeborg 34:32 (61:77).
HC Izvidac – HCB Karvina 32:26 (54:59).
Limoges – Trimo Trebnje 35:24 (63:56).
GC Amicitia Zürich – HC Kriens-Luzern 38:34 (69:71).
Elverum – Melsungen 31:36 (54:64).
Granollers – IFK Kristianstad 30:28 (62:57).
Madeira Andebol Ystads IF HF 35:33 (66:72).
RK Bjelin Spacva Vinkovci – Valur 32:24 (57:58).