- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hefur skrifað undir þriggja ára samning á Hlíðarenda

Elín Rósa Magnúsdóttir leikmaður Vals og íslenska landsliðsins. Mynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -

Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild Vals en lið félagsins varð Íslands-, bikar-, og deildarmeistari í handknattleik kvenna á síðasta keppnistímabili. Elín Rósa lék stórt hlutverk í meistaraliðinu líkt og hún gerði þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum árið áður.

Elín Rósa er 21 árs gömul og hefur leikið með Val frá 2019. Hún lék upp yngri flokkana í Fylki í Árbæ. Hjá Val hefur Elín Rósa verið í sífellt stærra hlutverki með hverju ári sem liðið hefur. Sömu sögu má segja um íslenska landsliðið. Hún hefur leikið 19 A-landsleiki og skoraði í þeim 43 mörk og var með betri leikmönnum landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í lok síðasta árs.

Elín Rósa og liðsfélagar í Val sækja ÍBV heim í kvöld í annarri umferð Olísdeildar kvenna. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 17.30.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Elín Rósa áfram í herbúðum Vals

Elín Rósa skoraði 1.000. Evrópumark Vals

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -