- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur Framara á nágrönnum sínum

Ívar Logi Styrmisson, var markahæstur hjá Fram með átta mörk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Framarar unnu nágranna sína úr Grafarvoginum, Fjölni, með 15 marka mun, 43:28, í síðasta leik annarrar umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í dag. Þegar fyrri hálfleikur var að baki var forskot Framara orðið 11 mörk, 26:15, eftir að fyrstu 10 mínúturnar voru nokkuð jafnar.

Yfirburðir leikmanna Fram voru miklir í leiknum. Ekki stóð steinn yfir steini í varnarleik Fjölnis sem hefur tapaði tveimur fyrstu viðureignum sínum í deildinni með samanlagt 25 marka mun. Hressist Fjölnismenn ekki í næstu leikjum er hætt við að framundan sé langur og erfiður vetur hjá Grafarvogsliðinu.

Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 8/3, Reynir Þór Stefánsson 6, Eiður Rafn Valsson 6, Rúnar Kárason 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Arnþór Sævarsson 4, Sigurður Bjarki Jónsson 3, Bjartur Már Guðmundsson 2, Erlendur Guðmundsson 2.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 8, 34,8% – Breki Hrafn Árnason 3, 18,8%.

Mörk Fjölnis: Alex Máni Oddnýjarson 7, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 4, Björgvin Páll Rúnarsson 3/3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Viktor Berg Grétarsson 3, Elvar Þór Ólafsson 2, Róbert Dagur Davíðsson 1, Óli Fannar Pedersen 1, Haraldur Björn Hjörleifsson 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 5, 13,2% – Sigurjón Ágúst Sveinsson 1, 10%.


Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -