- Auglýsing -
Þriðja umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Annarsvegar viðureign ÍR og ÍBV sem fram fer í Skógarseli í Breiðholti og hefst klukkan 18 og hinsvegar leikur Vals og Selfoss sem háður verður á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30.
ÍR og Selfoss eru stigalaus fyrir viðureignir kvöldsins. Valur er aftur móti með fjögur stig og ÍBV tvö eftir sigur á Gróttu í fyrstu umferð.
Þriðju umferð lýkur annað kvöld. Þá verður hlé gert á keppni Olísdeildar kvenna fram til 2. október vegna þátttöku kvennalandsliðsins á alþjóðlegu móti í Tékklandi undir lok mánaðarins.
Leikir kvöldsins
Olísdeild kvenna:
Skógarsel: ÍR – ÍBV, kl. 18.
N1-höllin: Valur – Selfoss, kl. 19.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
- Báðir leikir verða sendir út á Handboltapassnum. Einnig verður viðureign ÍR og ÍBV sýnileg í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans.
- Auglýsing -