- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvissa hvort Viggó verður í Íslendingaslag

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Leipzig. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óvissa ríkir um hvort Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik leiki með SC DHfK Leipzig á sunnudaginn gegn VfL Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Viggó fann til meiðsla snemma í leik Leipzig og Füchse Berlin á sunnudaginn og kom ekkert við sögu eftir það.

Ekki kemur skýrt fram í frétt á handball-world í dag hvers eðlis meiðslin eru. Einnig er þeir sem miðillinn hefur haft samband við ekki að upplýsa um meiðsli né hvort reikna megi með Seltirningnum á keppnisvellinum á sunnudaginn. Fram kemur að sjúkraþjálfarar Leipzig vinni með Viggó að bata.

Sex Íslendingar

Viðureign Leipzig og Gummersbach á sunnudaginn verður mikill Íslendingaslagur. Báðir þjálfarar liðsins er Íslendingar, Rúnar Sigtryggsson hjá Leipzig og Guðjón Valur Sigurðsson hjá Gummersbach. Auk Viggós leikur Andri Már Rúnarsson með Leipzig en hjá Gummersbach eru Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -