- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kolstad hafði ekki erindi sem erfiði í Magdeburg – Barcelona í kröppum dans

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska meistaraliðið SC Magdeburg vann sinn fyrsta leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði norsku meistarana, Kolstad, 33:25, á heimavelli. Magdeburg var níu mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:9. Íslenskir handknattleiksmenn létu til sín taka hjá báðum liðum í leiknum.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og gaf eina stoðsendingu. Gísli Þorgeir Kristjánsson var skammt á eftir með fjögur mörk og fimm stoðsendingar.
Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur hjá Kolstad með fimm mörk. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu. Sveinn Jóhannsson skoraði ekki mark að þessu sinni.

Góður endasprettur nægði ekki

Evrópumeistarar Barcelona eru með fjögur stig eftir tvo leiki í B-riðli eftir nauman sigur á ungverska liðinu Pick Szeged, 31:30, á heimavelli í kvöld. Lengi vel leit út fyrir öruggan sigur Barcelona. Liðið var m.a. átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Janus Daði Smárason og félagar sóttu hinsvegar í sig veðrið í síðari hálfleik og söxuðu jafnt og þétt á forskot Evrópumeistaranna og voru nærri búnir að jafna metin á síðustu andartökunum. Mestur var munurinn níu mörk í síðari hálfleik, 27:18.

Janus Daði skoraði eitt mark en gaf fjórar stoðsendingar.

Aleix Gómez skoraði fimm mörk fyrir Barcelona og Blaz Janc og Dika Mem skoruðu fjögur mörk hvor. Mem meiddist í síðari hálfleik og kom ekkert við sögu eftir það. Annan leikinn í röð í Meistaradeildinni var Mario Sostaric markahæstur leikmanna Pick Szeged með átta mörk. Richard Bodo skoraði sex mörk.

Sjá einnig: Orri Freyr og félagar fóru illa með Íslendingaliðið – stórsigur hjá Bjarka

Staðan í B-riðli Meistaradeildar karla:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -