- Auglýsing -
- Guðmundur Bragi Ástþórsson og liðsfélagar í Bjerringbro/Silkeborg unnu TTH Holstebro, 33:31, í Holstebro á Jótlandi í gærkvöld í 3. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Guðmundur Bragi skoraði ekki mark í leiknum.
- Bjerringbro/Silkeborg hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni.
- Arnór Atlason er þjálfari TTH Holstebro sem unnið hefur eina viðureign, gert eitt jafntefli og tapað einum leik til þessa.
- Norska handknattleikskonan Nora Mørk hefur ákveðið í samráði félagslið sitt, Esbjerg, að fara í stutt frí og safna kröftum eftir mikið álag síðasta árið. Mørk er orðin slitin eftir ferilinn og mörg meiðsli og læknisaðgerðir átt sér stað því þrátt fyrir mikla velgengni hefur hún einnig fengið ríflegan skerf af meiðslum á ferlinum.
- Sænski handknattleiksmaðurinn Felix Claar leikur ekki með SC Magdeburg fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Claar sleit hásin í leik með sænska landsliðinu á Óympíuleikunum og gekkst á dögunum undir aðgerð til að fá bót meina sinna. Eins og gefur að skilja verður Claar heldur ekki með sænska landsliðinu á HM sem fram fer í janúar.
- Auglýsing -