- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex marka tap á heimavelli hjá Íslendingum

Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Hann gekk til liðs við Fredericia í sumar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Aalborg Håndbold vann Fredericia HK með sex marka mun, 32:26, þegar liðin sem léku til úrslita í vor um danska meistaratitilinn mættust í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í Middelfart Sparekasse Arena í dag. Sigur meistaranna var afar öruggur en þeir voru sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:10.

Arnór Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Fredericia HK og átti eina stoðsendingu. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia HK að vanda.

Aalborg er efst í deildinni með sex stig eftir fyrstu leikina þrjá eins og GOG. KIF Kolding er stigi á eftir.

Fredericia HK hefur tvö stig eftir þrjá leiki. Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsk handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -