„Fyrir utan tæknifeila þá vorum við þokkalega góðir,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði FH í samtali við handbolta.is eftir sigur FH-inga á Haukum, 30:29, í Olísdeild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar skoruðu þrjú síðustu mörkin í æsispennandi viðureign þar sem sigurinn hefði getað hafnað hvorum megin sem var.
„Þetta var týpískur FH – Hauka leikur með spennu og hasar í lokin. Það er ömurlegt þegar þessum leikjum lýkur með jafntefli. Þá er enginn sáttur. Þess vegna er geggjað að sigurinn hafi fallið okkar megin. Við fundum kerfi á þá í lokin auk þess sem Danni [markvörður] steig upp,“ sagði Aron ennfremur en hann skoraði 4 mörk og átti 10 stoðsendingar í leiknum.
Lengra myndskeiðsviðtal er við Aron efst í þessari grein.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
FH skoraði þrjú síðustu mörkin og vann grannaslaginn – myndir
Gekk upp hjá okkur í dag og það er ógeðslega gaman