- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir mánuðir í EM – landsliðið er farið til Tékklands

Ljósmynd/HSÍ
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik lagði af stað í morgun til Tékklands þar sem það tekur þátt í fjögurra liða móti sem hefst á morgun í bænum Cheb. Auk landsliða Íslands og Tékklands taka Pólverjar þátt auk, Házená Kynžvart, félagsliðs frá Tékklandi, eftir því sem næst verður komist. Til stóð að egypska landsliðið yrði á meðal þátttökuliða en í gær barst það handbolta.is til eyrna að Egyptar hafi dregið sig úr mótinu.

Eftir því sem næst verður komist er dagskrá íslenska landsliðinu á mótinu í Cheb þessi:
26. september: Tékkland - Ísland, kl. 17.
27. september: Ísland - Házená Kynžvart, kl. 15.
28. september: Ísland - Pólland, kl. 11.

Landsliðið æfði í síðasta sinn hér heima síðdegis í gær þar sem myndirnar hér fyrir neðan voru teknar. Einnig sóttu leikmenn mælingar af margvísulegu tagi hjá háskóla í borginni en finna má ítarlega frásagnir á öðrum fréttmiðlum. Handbolta.is stóð ekki til boða að fylgjast með þeim. Mælingarnar munu hafa vera liður í undirbúningi landsliðsins fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst í Innsbruck eftir um tvo mánuði.


Landsliðshópurinn sem fór til Tékklands:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (59/2).
Hafdís Renötudóttir, Valur (58/4).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Fram (0/0).
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (52/76).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (52/73).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val (19/43).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (12/29).
Elísa Elíasdóttir, Val (15/14).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (15/11).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu (0/0).
Lilja Ágústsdóttir, Val (24/18).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi (48/92).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (47/65).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (90/65).
Thea Imani Sturludóttir, Val (78/170).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (137/399).

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -